Hoppa yfir valmynd

Hlutverk Fasteigna Vesturbyggðar ehf.

Málsnúmer 2003063

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. apríl 2020 – Fasteignir Vesturbyggðar

Stjórn leggur til við bæjarráð Vesturbyggðar að lögð verði fram stefnumörkun um hlutverk Fasteigna Vesturbyggðar og framtíðahorfur.
21. apríl 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Fasteigna Vesturbyggða ehf. dags. 17. apríl 2020 ásamt samþykktum og stofnskjölum félagsins frá árinu 2003. Í minnisblaði framkvæmdastjóra er óskað eftir því hver framtíðarsýn bæjarstjórnar Vesturbyggðar skuli vera fyrir félagið og hver skuli vera tilgangur þess.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs að vinna að frekari tillögum í samræmi við umræður á fundinum.