Hoppa yfir valmynd

Sumarlokanir í leikskólum - ósku um breytingu á dagatali

Málsnúmer 2004003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. apríl 2020 – Fræðslu og æskulýðsráð

Lagt fram bréf um lokanir í leikskólum Vesturbyggðar. Í bréfinu eru beiðnir undirritaðar af öllum skólastjórnendum í Vesturbyggð um tvennt. Annars vegar er um að ræða beiðni um að framvegis verði leikskólar lokaðir á milli jóla og nýárs og hins vegar, með hliðsjón af nýjum kjarasamningum, beiðni um að leikskólar verði lokaðir í sex vikur samfleytt yfir sumur, frá byrjun júlí þar til um miðjan ágúst. Beiðnin er til komin til að komast hjá raski á störfum stofnananna vegna útafstandandi sumarleyfa starfsmanna við núverandi skipulag. Óskað er eftir að breytingarnar taki gildi strax og gildi þar með um sumarlokun 2020, til vara er sótt um að breytingarnar taki gildi þannig að lokað verði á milli jóla og nýárs frá og með 2020-2021 og 6 vikna lokun 2021.

Ráðið leggur til að halda áfram með lokun á milli jóla og nýárs. Jafnframt telur ráðið að óæskilegt sé að breyta sumarlokun 2020 en að skoða þurfi vel sumarlokun 2021 með tilliti til nýrra kjarasamninga.

Málinu vísað áfram til bæjarráðs.




21. apríl 2020 – Bæjarráð

Lagt fram bréf skólastjórnenda leik- og grunnskóla í Vesturbyggð dags. 3. mars 2020 þar sem óskað er eftir breytingum á skóladagatali. Einnig er lögð fram bókun fræðslu- og æskulýðsráðs af 60. fundi ráðsins 15. apríl 2020 um málið, þar sem lagt er til að lokað verði milli jóla og nýárs 2020-2021. Ráðið telur óæskilegt að breyta sumarlokun 2020 en að skoða þurfi vel sumarlokun 2021 með tilliti til nýrra kjarasamninga.

Bæjarráð samþykkir lokun leikskóla og leikskóladeildar á milli jóla og nýárs en tekur undir bókun fræðslu- og æskulýsðsráðs um að ekki skuli breyta sumarlokun 2020.