Hoppa yfir valmynd

Orkuskipti í höfnum

Málsnúmer 2004013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. apríl 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Hafnarsambandi Íslands, sent að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 7. apríl. Í erindinu er óskað upplýsinga um framkvæmdaverkefni á sviði orkuskipta sem fyrirhuguð eru á árinu 2020 og geta fallið undir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónaveirunnar ásamt kostnaðarmati. Þá er óskað upplýsinga um áætlanir um framkvæmdir vegna orkuskipta til næstu 5 ára, 2021-2025, sundurliðað eftir árum auk kostnaðarmats.

Hafna- og atvinnumálaráð felur Hafnarstjóra að svara erindinu.