Hoppa yfir valmynd

COVID-19 - staða á menntastofnunum 15.04.2020

Málsnúmer 2004016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. apríl 2020 – Fræðslu og æskulýðsráð

Skólastjórnendur skiluðu skýrslum um stöðu á menntastofnunum sínum. Farið yfir þær til kynningar. Fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar vill þakka skólastjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki leik- og grunnskóla sveitarfélagsins fyrir metnaðarfullt og óeigingjarnt starf við þessar erfiðu aðstæður. Ljóst er að ástandið hefur reynt á bæði nemendur og kennara en það dylst engum að tekist hefur verið á við verkefnið af jákvæðni og vilja til þess að gera það besta úr aðstæðum.