Hoppa yfir valmynd

Frestun á greiðslum fasteignagjalda vegna Covid-19

Málsnúmer 2004021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. apríl 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. apríl 2020 vegna heimildar sveitarfélaga til að fresta greiðslu fasteignaskatta ásamt drögum að verklagsreglum Vesturbyggðar.

Bæjarráð samþykkir reglurnar með þeim breytingum sem rætt var um á fundinum. Afgreiðslu vísað til bæjarstjórnar.




29. apríl 2020 – Bæjarstjórn

Lagðar fram reglur um frestun á greiðslum fasteignagjalda vegna áhrifa Covid-19. Reglurnar gera ráð fyrir að þeir sem eiga iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús eða mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu geti fengið frest til greiðslu fasteignagjalda til 15. mars 2021. Verði ljóst að þeir aðilar sem fengið hafa frest hafi orðið fyrir miklu tekjufalli á árinu 2020 samanborið við fyrra rekstrarár fyrir 15. janúar 2021 sótt um frekari frest sem heimilt er að veita til 15. ágúst 2021.

Til máls tóku: Forseti, FM og jÁ

Friðbjörg Matthíasdóttir og Jón Árnason lýsa sig vanhæfa við afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með fimm atkvæðum, FM og JÁ sitja hjá við afgreiðslu máls