Hoppa yfir valmynd

Ráðning leikskólastjóra Arakletti

Málsnúmer 2004029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. apríl 2020 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna ráðningar leikskólastjóra á leikskólanum Arakletti dags. 17. apríl 2020

Fræðslu- og æskulýðsráði leggur til við bæjartsjórn að ganga frá ráðningu við umsækjanda.
21. apríl 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna ráðningar leikskólastjóra á leikskólanum Arakletti dags. 17. apríl 2020. Bæjarráð tekur undir tillögu sviðsstjóra fjölskyldusviðs og mælir með ráðningu viðkomandi. Vísar málinu til bæjarstjórnar.
29. apríl 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar dags. 17. apríl 2020, þar sem lagt er til að Sigríður Gunnarsdóttir verði ráðin í starf leikskólastjóra leikskólans Arakletts á Patreksfirði. Var fræðslu- og æskulýðsráði kynnt umsókn um stöðu leikskólastjóra á 61. fundi sínum 22. apríl 2020 og leggur ráðið til við bæjarstjórn að gengið verði frá ráðningu Sigríðar frá og með 1. ágúst 2020.
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir vék af fundi á meðan liðurinn var tekinn fyrir.

Til máls tóku: Forseti, MJ og FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að ráða Sigríði Gunnarsdóttur sem leikskólastjóra leikskólans Arakletts og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar færir Hallveigu Guðbjörtu Ingimarsdóttur, leikskólastjóra miklar þakkir fyrir hennar mikilvæga og góða starf sem leikskólastjóri á Arakletti.