Hoppa yfir valmynd

Hitaveita fyrir Bíldudal

Málsnúmer 2004030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. apríl 2020 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 10. apríl 2020 frá Ragnar Sæ Ragnarssyni f.h. Varmaorku ehf. vegna nýtingar jarðhitavatns til húshitunar á Bíldudal og í nágrenni. Í erindinu er horft til borunar eftir vatni í Dufansdal. Í erindinu er óskað eftir afstöðu bæjarstjórnar Vesturbyggðar til verkefnisins.

Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til bæjarstjórnar.
29. apríl 2020 – Bæjarstjórn

Lagður fram tölvupóstur dags. 10. apríl 2020 frá Ragnar Sæ Ragnarssyni f.h. Varmaorku ehf. vegna nýtingar jarðhitavatns til húshitunar á Bíldudal og í nágrenni. Í erindinu er horft til borunar eftir vatni í Dufansdal. Í erindinu er óskað eftir afstöðu bæjarstjórnar Vesturbyggðar til verkefnisins.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur jákvætt í erindið en vísar því aftur til bæjarráðs þar sem óskað verði eftir frekari gögnum um málið.