Hoppa yfir valmynd

Leigusamningur Verbúðin patrekshöfn, FLAK ehf.

Málsnúmer 2004031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. apríl 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagður fram tölvupóstur frá FLAK ehf. dags. 6. apríl. Í erindinu er óskað eftir afslætti af umsömdum leigugreiðslum fyrir rými er fyrirtækið hefur á leigu hjá hafnasjóði Vesturbyggðar í Verbúðinni á Patreksfirði. Óskað er eftir afslætti af leigugreiðslum sökum forsendubrests í rekstri, en fyrirséð er að fjöldi erlendra ferðamanna verður ekki sá sami og áætlað var.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir ekki afslátt af leigugreiðslum en býður leigjanda að fresta leigugreiðslum fram til september loka.