Hoppa yfir valmynd

Landfylling Bíldudal.

Málsnúmer 2004033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. apríl 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 26. mars. Í erindinu er kynnt tillaga Vegagerðarinnar um landfyllingu á Bíldudal sem ein af þeim framkvæmdum sem Alþingi hefur samþykkt sem hluta af aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Á Bíldudal hafa tvær landfyllingar nú þegar verið deiliskipulagðar, annars vegar framlenging á fyllingu við lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins og svo hins vegar landfylling við Banahlein.

Hafna- og atvinnumálaráð fagnar framlagi ríkisstjórnarinnar í verkefnið og samþykkir að farið verði í landfyllingu í framhaldi af lóð Íslenska Kalkþörungafélagsins. Hafnarstjóra falið að hefja undirbúning framkvæmdarinnar.




16. ágúst 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 3. ágúst 2020. Í erindinu eru tilkynntar niðurstöður útboðsins: Bíldudalshöfn - Landfylling 2021. Tilboð í verkið voru opnuð 27.júlí s.l, Helstu verkþættir eru ámokstur, akstur og losun á 24.100 m3 af fyllingarefni. Eftirfarandi tilboð bárust:

Lás ehf: 22.523.800.- kr
Allt í járnum ehf: 28.010.000.- kr
Bás ehf: 39.355.000.- Kr
Tígur ehf: 30.458.000.- kr

Áætlaður verktakakostnaður var 27.000.000.- kr

Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Lás ehf.