Hoppa yfir valmynd

Ísland ljóstengt - Látrabjarg

Málsnúmer 2004065

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2020 – Bæjarráð

Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir mögulega flýtingu framkvæmda við lagningu ljósleiðara samhliða lagningu þriggja fasa rafmagns í fyrrum Rauðasandshreppi.

Bæjaráð er sammála um að farið verði í að flýta framkvæmdum fáist til þess frekari styrkir og bæjarstjóra og sviðsstjóra falið að vinna að málinu áfram.




13. júní 2023 – Bæjarráð

Farið yfir stöðu á verkefninu Ísland ljóstengt. Lagningu ljósleiðara á Barðaströnd er lokið og að stæðstum hluta í Arnarfirði. Unnið er að langningu ljósleiðara um gamla Rauðasandshrepp í samstarfi við Orkubú Vestfjarða.

Samþykkt var þann 6. mars 2018 á 829. fundi bæjarráðs að innheimta tengigjald af hverri styrkhæfri tenginu uppá 250.000 og 300.000 af sumarhúsum og öðrum stöðum sem ekki fæst styrkur í. Gjaldið hefur ekki verið hækkað síðan þá.

Bæjarráð samþykkir að hækka gjaldið sem nemur hækkun á byggingarvísitölu frá 6. mars 2018.




25. október 2023 – Bæjarráð

Farið yfir stöðu á verkefninu, lagt til að halda gjaldinu óbreyttu frá því sem verið hefur.
Á 963. fundi bæjarráðs var ákveðið að tengja gjaldið við byggingarvísitölu og hækka miðað við það. Við nánari skoðun er hækkunin það mikil að það mun verða til þess að eigendur fasteigna munu ekki óska eftir tengingu sem mun verða til þess að verkefnið verður mjög óhagkvæmt.

Bæjarráð samþykkir að halda gjaldinu óbreyttu.