Hoppa yfir valmynd

Aðstaða fyrir farþegabát við flotbryggju á Bíldudal

Málsnúmer 2004077

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. apríl 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Eaglefjord ehf varðandi aðstöðu fyrir farþegabát við Bíldudalshöfn. Erindinu var frestað á 10. fundi hafna- og atvinnumálaráðs og frekari gagna óskað. Erindinu fylgir teikning er sýnir staðsetningu húss, bryggju og annars búnaðar. Einnig fylgir með lýsing á framkvæmdinni. Samkvæmt áætluninni fer smíði á bryggjunni og annar undirbúningur fram 2020 og áætlað að hefja notkun á henni 2021.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin með sömu formerkjum og áður. Framkvæmdin skal vera að fullu afturkræf og unnin á kostnað og ábyrgð framkvæmdaraðila í samráði við hafnaryfirvöld. Ef framkvæmdum verður ekki lokið fyrir lok árs 2021 fellur samþykki hafna- og atvinnumálaráðs úr gildi.