Hoppa yfir valmynd

Starfsemi Vesturbyggðar á tímum kórónuveiru - covid-19

Málsnúmer 2004087

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. apríl 2020 – Bæjarstjórn

Bæjarstjóri fór yfir starfsemi Vesturbyggðar síðustu vikur og undirbúning vegna tilslökunar samkomubannsins eftir 4. maí nk.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og FM

Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill koma á framfæri miklu þakklæti til starfsmanna Vesturbyggðar sem staðið hafa sína plikt við þessar erfiðu aðstæður. Sérstaklega vill bæjarstjórn þakka framlínustarfsmönnum í leik- og grunnskólum í Vesturbyggð fyrir útsjónasemi og lausnamiðaða starfshætti á þessum fordæmalausu tímum.

Samþykkt samhljóða.