Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða

Málsnúmer 2004156

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2020 – Bæjarráð

Tekið fyrir erindi dags. 27. febrúar 2020 frá Valdimar Gunnarssyni fyrir hönd óstofnaðs félags um beiðni um úthlutun frístundarhúsalóða sem skipulagðar eru undir Taglinu á Bíldudal. Óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um verkefnið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og óska eftir fundi með forsvarsmönnum verkefnisins.




23. júní 2020 – Bæjarráð

Lögð fram umsókn dags. 27. febrúar 2020 sem barst 24. apríl 2020, þar sem Valdimar Gunnarsson, Baldur Bergmann og Jens H. Valdimarsson f.h. óstofnaðs félags óska eftir því við Vesturbyggð að sveitarfélagið úthluti 12 frístundalóðum sem skipulagðar hafa verið undir Taglinu á Bíldudal. Félagið hefur í hyggju að undirbúa lóðirnar til bygginga, koma á vatni og rafmagni og markaðssetja svæðið og selja. Erindið var tekið fyrir á 895. fundi bæjarráðs 12. maí sl. og þar var óskað eftir nánari kynningu á verkefninu. Þann 4. júní sl. kynntu Valdimar, Baldur og Jens áform sín.

Bæjarráð tekur vel í erindið og vísar því til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði.




9. júlí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi dags. 27. febrúar 2020 frá Valdimar Gunnarssyni fyrir hönd óstofnaðs félags um beiðni um úthlutun 12 frístundarhúsalóða sem skipulagðar eru undir Taglinu á Bíldudal. Svæðið var deiliskipulagt 2011 og gerir deiliskipulagið ráð fyrir 12 frístundahúsalóðum, stærð lóðanna er á bilinu 0,7-1,12 ha. Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði og boltavelli á svæðinu.

Erindinu fylgir minnisblað frá bæjarstjóra.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt miðað við fyrirliggjandi forsendur. Ráðið leggur til að settur verði skýr tímarammi um verkefnið.




14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi dags. 27. febrúar 2020 frá Valdimar Gunnarssyni fyrir hönd óstofnaðs félags um beiðni um úthlutun 12 frístundarhúsalóða sem skipulagðar eru undir Taglinu á Bíldudal. Svæðið var deiliskipulagt 2011 og gerir deiliskipulagið ráð fyrir 12 frístundahúsalóðum, stærð lóðanna er á bilinu 0,7-1,12 ha. Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði og boltavelli á svæðinu. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 og leggur til við bæjarstjórn að úthlutunin verði samþykkt miðað við fyrirliggjandi forsendur. Ráðið leggur til að settur verði skýr tímarammi um verkefnið.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir úthlutun lóðanna 12 og felur bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.




25. ágúst 2020 – Bæjarráð

Bæjarstjóri fór yfir vinnu við samning vegna úthlutunar frístundalóða úr landi Vesturbyggðar við Tagl í Bíldudal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu áfram í samræmi við umræður á fundinum.




30. september 2020 – Bæjarráð

Lögð fram drög að samningi um land í eigu Vesturbyggðar undir frístundabyggð við Tagl í Bíldudal. Samkvæmt samningnum er 13 ha landi undir frístundabyggð skv. deiliskipulagi dags. 29. júní 2011 úthlutað til 10 ára. Í samningnum er einnig mælt fyrir um það að ef engar framkvæmdir hefjist fyrir 1. október 2023 beri að skila landinu til sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.




21. október 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að samningi við Strýtuholt ehf. um land í eigu Vesturbyggðar undir frístundabyggð við Tagl í Bíldudal. Samkvæmt samningnum er 13 ha landi undir frístundabyggð skv. deiliskipulagi dags. 29. júní 2011 úthlutað til 10 ára. Í samningnum er einnig mælt fyrir um það að ef engar framkvæmdir hefjist fyrir 1. október 2023 beri að skila landinu til sveitarfélagsins.

Samningurinn hafði áður verið lagður fyrir á 905. fundi bæjarráðs þar sem hann var samþykktur og vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og FM.

Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhjóða.





Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun