Hoppa yfir valmynd

Ósk um breytingu á aðalskipulagi VB vegna nýs Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar

Málsnúmer 2004166

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. maí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir erindi Vegagerðarinnar, dagsett 24. apríl 2020. Í erindinu er óskað eftir að hafin verði vinna við að breyta Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði frá Tröllahálsi að sveitarfélagamörkum Ísafjarðabæjar sem og Bíldudalsvegar frá Bíldudalsflugvelli að vegamótum við Vestfjarðaveg.
Skipulags- og umhverfisráð vill benda á að vinna við endurskoðun aðalskipulags er í gangi og í þeirri vinnu verða nýjar veglínur settar inn og því ekki talin þörf á að breyta gildandi aðalskipulagi. Í tillögu að samgönguáætlun fyrir árið 2020-2024 er gert ráð fyrir fjárveitingum til upphafs framkvæmda við nýjan Vestfjarðaveg árið 2020 og ætti endurskoðun ekki að tefja fyrir þeim framkvæmdum þar sem hægt sé að hefja undirbúning og veita framkvæmdaleyfi á stórum hluta leiðarinnar á þeim stöðum þar sem vegurinn víkur ekki frá gildandi aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisráð fagnar áformum Vegagerðarinnar um vegabætur á Dynjandisheiði sem löngu eru orðnar tímabærar.