Hoppa yfir valmynd

Formlegt erindi vegna umhverfisvottunar Vestfjarða

Málsnúmer 2005010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2020 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi verkefnastjóra umhverfisvottun Vestfjarða dags. 6. maí 2020.

Eindinu vísað til umfjöllunar til skipulags- og umhverfisráðs.




14. maí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Maríu H. Maack verkefnisstjóra Náttúrustofu Vestfjarða fyrir Umhverfisvottun Vestfjarða, Earthcheck dags. 6. maí 2020. Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá 895. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 12. maí 2020. Erindið er í 4. liðum og er fyrstu 3. liðunum beint til skipulags- og umhverfisráðs.

Í 1. lið er óskað eftir staðfestingu á fulltrúum í græna teymið.

Í 2. lið er óskað eftir upplýsingum um stöðu mála er varða aðgerðir sem falla undir umhverfisvottunina.

Í 3. lið er óskað eftir því að sveitarfélagið taki til umræðu og meðferðar áhættumat vegna loftslagsvár, eins og þær ógnir sem geta stafað af breytingum á veðurfari, t.d. minni / meiri úrkomu, hærri sjávarflóð og sjávarstaða, ofsakenndari og tíðari ofsaveður.

1. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að Davíð Rúnar Gunnarsson verði áfram fulltrúi Vesturbyggðar í Græna teyminu.

2. Skipulags- og umhverfisráð fór yfir töflu um aðgerðir og óskar eftir að fá fulltrúa Vesturbyggðar í Græna teyminu og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs inn á næsta fund ráðsins til að ræða aðgerðaráætlunina.

3. Skipulags- og umhverfisráð vísar áhættumati vegna loftslagsvár til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar.




20. maí 2020 – Bæjarstjórn

Erindi frá Maríu H. Maack verkefnisstjóra Náttúrustofu Vestfjarða fyrir Umhverfisvottun Vestfjarða, Earth check dags. 6. maí 2020. Erindið var tekið fyrir á 895. fundi bæjarráðs, 12. maí sl. og á 72. fundi skipulags- og umhvefisráðs, 14. maí sl.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og staðfestir skipan fulltrúa í græna teymið og áhættumat vegna loftlagsvár verði tekið til skoðunar samhliða vinnu við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar.




10. september 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Davíð Rúnar Gunnarsson, fulltrúi í Græna teyminu og Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs komu inn á fundinn og fóru yfir aðgerðaráætlun sveitarfélagsins í umhverfismálum vegna umhverfisvottunar sveitarfélaga.




16. september 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram aðgerðaráætlun vegna umhverfisvottunar Vestfjarða Earth Check, ásamt tillögum skipulags- og umhverfisráðs.

Til máls tók: Forseti, FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir aðgerðaráætlunina vegna umhverfisvottunar Vestfjarða í samræmi við tillögur skipulags- og umhverfisráðs.