Hoppa yfir valmynd

Styrkumsóknir Menningar-og ferðamálaráðs - maí 2020

Málsnúmer 2005013

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar fram styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir aðra úthlutun ársins 2020. Fjórar umsóknir bárust.

1.Minjasafn Egils Ólafsonar óskar eftir styrk til rútuferða fyrir skólabörn Bíldudalsskóla vegna fræðsluverkefnis/skólaheimsóknar í tengslum við sumarsýningu safnsins. Sótt er um styrk að upphæð 70.000 kr.
Menningar- og ferðamáláráð samþykkir að veita umbeðna styrkupphæð.

2. Minjasafn Egils Ólafsonar óskar eftir styrk til rútuferða fyrir skólabörn Patreksskóla vegna fræðsluverkefnis/skólaheimsóknar í tengslum við sumarsýningu safnsins. Sótt er um styrk að upphæð 100.000 kr.
Menningar- og ferðamáláráð samþykkir að veita umbeðna styrkupphæð.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir vék að fundi áður en styrkbeiðni nr.3 og 4. voru teknar fyrir.

3. FLAK ehf óskar eftir styrk í tengslum við tónleikaröð FLAK sumarið 2020 í nýstofnuðu samkomu- og veitingahúsi á Patreksfirði. Sótt er um styrk að upphæð 100.000 kr.
Menningar- og ferðamáláráð samþykkir að veita umbeðna styrkupphæð.

4. FLAK ehf óskar eftir styrk í tengslum við ljósmyndasýningu með gömlum myndum frá Patreksfirði og nágrenni, sem stefnt er að setja upp sumarið 2020. Sótt er um styrk að upphæð 100.000 kr.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita umbeðna styrkupphæð.

Menningar-og ferðamálaráð óskar aðilum FLAK velfarnaðar með nýja verkefnið.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir kom aftur inn á fundinn.




8. september 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir þriðju úthlutun ársins 2020. Tvær umsóknir bárust.

1.Blús milli fjalls og fjöru óskar eftir styrk í formi afnota af Félagsheimili Patreksfjarðar sem haldin var 28. og 29. ágúst s.l.

Í ár er níunda skiptið sem hátíðin er haldin og þakkar ráðið skipuleggjendum hátíðarinnar fyrir sitt framlag til tónlistar-og menningarlífs á svæðinu.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.

2. Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir vék af fundi fyrir þennan lið. Formaður tók við fundarritun.

Veftímaritið Úr Vör óskar eftir styrk að upphæð 100.000 krónum til að greiða lausapennum fyrir skrif sín í tímaritið.

Úr vör fjallar um menningu, listir, nýsköpun og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni og hafa yfir 200 greinar birst í vefritinu frá upphafi, eða frá mars 2019. Hugmyndin er að fjalla um ofantalda málaflokka innan Vesturbyggðar, sem og annars staðar á landinu, næstu 3 mánuði.

Menningar-og ferðmálaráð hafnar erindinu.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir kom aftur inn á fundinn.




8. desember 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu fyrir fjórðu úthlutun ársins 2020. Alls bárust sjö umsóknir.

1. Flugusmiðjan - Ívar´s Fly Workshop óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund fyrir efniskostnaði við verkefni sitt. Verkefnið snýst um fluguhnýtingar-myndbönd til kennslu, sem aðgengileg eru á netinu. Einnig er stefnt að því að myndböndin verði notuð í kennslu fyrir grunnskólabörn.

Menningar-og ferðamálaráð hafnar styrkbeiðninni - verkefnið er ekki talið samræmast úthlutunarreglum ráðsins.

2. Egill St. Fjeldsted óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna útgáfu bókarinnar Krapaflóðin á Patreksfirði 1983: ,,Við fengum strákana en misstum stelpuna". Bókin er byggð á viðtölum auk ritaðra heimilda um atburðinn. Bókin kom út í enda nóvember og er afar mikilvæg heimild um krapaflóðin sem féllu á Patreksfirði.

Menningar- og ferðamálaráð óskar Agli til hamingju með útgáfu bókarinnar og samþykkir að veita styrkinn.

3. Snotra ehf. óskar eftir styrk að upphæð 50 þúsund vegna útgáfu bókarinnar Sláturfélagið Örlygur - þættir úr sögu samvinnufélags. Verkefnið er samantekt og útgáfa bókar um Sláturfélagið Örlyg sem starfaði í utanverðum Rauðasandshreppi á árunum 1931 til 1983 með aðsetur á Gjögrum í Örlygshöfn.

Menningar- og ferðmálaráð óskar Snotru ehf til hamingju með útgáfu bókarinnar og samþykkir að veita styrkinn.

4. Ívar Örn Hauksson óskar eftir styrk að upphæð 150 þúsund vegna framleiðslu heimildamyndar um Bíldudal, Ketildali og Selárdal sem aðgengilegar eru á netinu. Stefnt er að því að framleiða fleiri stuttar heimildarmyndir um sunnanverða Vestfirði.

Menningar-og ferðamálaráð hafnar styrkbeiðninni - umsóknin er ekki talin samræmast úthlutunarreglum ráðsins.

Svanhvít Sjöfn Skjldardóttir vék af fundi.

5. Úr vör veftímarit óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna skrifa lausapenna á sunnanverðum Vestfjörðum. Stefnt er að því að lausapenni frá sunnanverðum Vestfjörðum skrifi þrjá pistla á mánuði fyrir vefritið um málefni sem tengjast listum, menningu, nýsköpun eða frumkvöðlastarfi.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

6. Einar Óskar Sigurðsson óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna verkefnisins Ljósmyndaverkefni barnanna í Vesturbyggð og Tálknafirði. Óskað er eftir styrk vegna útögðum kostnaði við myndavélakaup, skönnun og framköllun. Keyptar voru einnota myndavélar fyrir öll börn á aldrinum 4 - 16 ára í Vesturbyggð og Tálknafirði. Börnin fengu fræðslu og verkefni sem tengist ljósmyndun. Ljósmyndir eru taldar mikilvægt menningarverðmæti og afrakstur verkefnisins þar að auki ómetanleg heimild um daglegt líf og umhverfi barna á sunnanverðum Vestfjörðum þegar fram líða stundir.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

7. Guðný Gígja Skjaldardóttir óskar eftir styrk að upphæð 100 þúsund vegna verkefnisins Krakkakósý á FLAK. Verkefnið snýst um að bjóða börnum af svæðinu í söngstund, einu sinni á mánuði á FLAK. Markmiðið með verkefninu er að örva tónlistarmenningu á svæðinu, stuðla að samveru og tengslamyndum og bæta menningarlíf sem einkennist af virkri þátttöku fólks á öllum aldri í Vesturbyggð.

Menningar- og ferðamálaráð samþykkir að veita styrkinn.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir kom aftur inn á fundinn.