Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

Málsnúmer 2005022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2020 – Bæjarráð

Teknir eru fyrir þrír viðaukar, viðauki eitt er vegna viðbótar vegna kaupa á Slökkvibifreið, viðauki tvö er vegna sölu á flotbryggju og viðauki þrjú er vegna byggingu lokahús á Bíldudal. Með samþykkt viðaukanna lækkar fjárfesting í A hluta um 2,5 milljónir og í A og B hluta hækkar hún um 1,1 milljón. Gert er ráð fyrir lántöku uppá 5,5 milljónir. Viðaukarnir hafa þau áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta að hún fer úr 126,5 milljónum í 128,5 milljónir rekstrarniðurstaða A hluta breystist ekki. Handbært fé í A - hluta hækkar um 8 milljónir og í A og B hluta hækkar handbært fé um 6,4 milljónir.

Bæjarráð samþykkir viðaukana og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.




20. maí 2020 – Bæjarstjórn

Teknir eru fyrir þrír viðaukar sem lagðir voru fyrir á 895. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar.

Viðauki eitt er vegna viðbótar vegna kaupa á Slökkvibifreið, viðauki tvö er vegna sölu á flotbryggju og viðauki þrjú er vegna byggingu lokahús á Bíldudal.

Með samþykkt viðaukanna lækkar fjárfesting í A hluta um 2,5 millj. kr. og í A og B hluta hækkar hún um 1,1 millj. kr. Gert er ráð fyrir lántöku uppá 5,5 millj. kr. Viðaukarnir hafa þau áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta að hún fer úr 126,5 millj. kr. í 128,5 millj. kr. rekstrarniðurstaða A hluta breystist ekki. Handbært fé í A - hluta hækkar um 8 millj. kr. og í A og B hluta hækkar handbært fé um 6,4 millj. kr.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða.




14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 4. við fjárhagsáætlun 2020 vegna framkvæmda við landfyllingu á Bíldudal. Áætlað er að verkefnið kosti 129 milljónir á þessu ári og er það hluti af sértæku fjárfestingarátaki ríkisins. Styrkur að sömu fjárhæð kemur á móti kostnaði við fjárfestinguna. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta né hreyfir hann handbært fé.

Samþykkt samhljóða.




30. september 2020 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 5. við fjárhagsáætlun ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. Viðgerð á þaki við Baldurshaga á Bíldudal. Vantar uppá viðhaldsfé 800.000,- Á móti er tekin út fjárfesting við sparkvöll á Bíldudal 1.500.000 þar sem ekki verður unnt að fara í það verkefni á þessu ári. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 700.000,- Rekstrarniðurstaða lækkar um 800.000,- í A og B hluta.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.




21. október 2020 – Bæjarstjórn

Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2020 ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs sem lagt var fyrir á 905. fund bæjarráðs. Viðaukinn er gerður vegna viðgerðar á þaki við Baldurshaga á Bíldudal. Það vantar uppá viðhaldsfé 800.000,- Á móti er tekin út fjárfesting við sparkvöll á Bíldudal 1.500.000 þar sem ekki verður unnt að fara í það verkefni á þessu ári. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 700.000,- Rekstrarniðurstaða lækkar um 800.000,- í A og B hluta.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.




3. desember 2020 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2020. Leiðrétt er fyrir verkefnum sem ekki verður farið í á árinu 2020 en gert var ráð fyrir í áætlun. Viðbótarfjárfesting í Varmadælum þar sem styrkir frá orkustofnun koma að hluta til á móti og hækkun á launakostnaði í fræðslumálum. Rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 14,9 milljónir og verður neikvæð um 1,1 milljón. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 14,9 milljónir og verður 112,9 milljónir. Handbært fé í A hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 24 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 9,7 milljón og verður 62,9 milljónir

Viðaukanum er vísað áfram til afgreiðslu í bæjarstjórn.




9. desember 2020 – Bæjarstjórn

Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2020 sem lagður var fyrir á 910. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Viðaukinn er lagður fram vegna verkefna sem ekki verður farið í á árinu 2020 en gert var ráð fyrir í áætlun. Viðbótarfjárfesting í varmadælum þar sem styrkir frá orkustofnun koma að hluta til á móti og hækkun á launakostnaði í fræðslumálum.

Rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 14,9 milljónir og verður neikvæð um 1,1 milljón. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 14,9 milljónir og verður 112,9 milljónir. Handbært fé í A hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 24 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 9,7 milljón og verður 62,9 milljónir.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukann.