Hoppa yfir valmynd

Lagaleg afstaða Arnarlax til Innheimtu aflagjalda vegna ársins 2020

Málsnúmer 2005024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. maí 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar B. Ottósson vék af fundi.

Lagt fram til kynningar erindi frá Arnarlax hf. dags. 6. maí 2020. Í erindinu eru raktar túlkanir fyrirtækisins á Hafnarlögum nr. 61/2003 og gjaldskrá Hafnasjóðs Vesturbyggðar m.t.t. gjaldtöku hafna- og aflagjalda. Arnarlax krefst upplýsinga frá hafnarstjórn um kostnað sem almennt hlýst af því að veita viðkomandi þjónustu til Arnarlax og eðlilega sundurliðun gjalda, krafan er byggð á 2. mgr. 20. Hafnalaga nr. 61/2003.

Þá ítrekar Arnarlax kröfu sína um viðræður aðila um sanngjarna gjaldtöku Vesturbyggðar á gjöldum samkvæmt Hafnalögum sem hefur það markmið að hún standi undir kostnaði við þá þjónustu sem veitt er ásamt sameiginlegum kostnaði.

Í niðurlagi erindisins tekur forstjóri Arnarlax fram að Arnarlax telji sér ekki skylt lögum samkvæmt að greiða þegar útgefinn reikning Hafnarsjóðs Vesturbyggðar fyrir árið 2020.

Hafnarstjóri upplýsti að fyrra erindi fyrirtækisins varðandi ósk um kostnað sem hlýst af þjónustu við fyrirtækið var svarað með bréfi dags. 24. janúar 2020. Þá hefur Hafnarstjóri óskað eftir kynningu frá Arnarlaxi um langtímaáform fyrirtækisins líkt og hafna- og atvinnumálaráð fór fram á á 17. fundi sínum þann 19. mars s.l. Forsvarsmenn Arnarlax áforma að kynna langtímaáform sín á fundi í júní fyrir hafna- og atvinnumálaráði og bæjarráði.

Hafna- og atvinnumálaráð felur Hafnarstjóra og Bæjarstjóra að vinna að málinu áfram.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.