Hoppa yfir valmynd

Gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum

Málsnúmer 2005032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2020 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi frá svæðisráði um gerð strandsvæðasskipulags á Vesfjörðum dags. 7. maí 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.




14. maí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 8. maí 2020. Í erindinu lögð fram til kynningar lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum, ennfremur er óskað eftir ábendingum um nálgun og efnistök í skipulagsvinnunni, frestur til að gera athugasemdir er til 1. júní 2020.

Skipulags- og umhverfisráð fagnar því að farin sé af stað löngu tímabær vinna við gerð strandsvæðaskipulags og þess samráðs sem fyrirhugað er við vinnslu þess. Mjög mikilvægt er að sveitarfélög hafi eitthvað um landnotkun utan netlaga að segja þar sem umsvif á strandsvæðum hafa aukist til muna á síðustu árum s.s. vegna fiskeldis, ferðaþjónustu og efnistöku.




18. maí 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 8. maí 2020. Í erindinu er lögð fram til kynningar lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum, ennfremur er óskað eftir ábendingum um nálgun og efnistök í skipulagsvinnunni, frestur til að gera athugasemdir er til 1. júní 2020.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráð frá 72. fundi ráðsins sem haldinn var 14. maí 2020. Hafna- og atvinnumálaráð fagnar því að farin sé af stað löngu tímabær vinna við gerð strandsvæðaskipulags og þess samráðs sem fyrirhugað er við vinnslu þess. Mjög mikilvægt er að sveitarfélög hafi eitthvað um landnotkun utan netlaga að segja þar sem umsvif á strandsvæðum hafa aukist til muna á síðustu árum s.s. vegna fiskeldis, ræktunar, ferðaþjónustu og efnistöku.




27. maí 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagt fyrir til kynningar minnisblað dags. 9.mars 2021, unnið af Ólafi Þór Ólafssyni, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps þar sem farið er yfir aðkomu sveitarfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum við vinnu við strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum. Lilja Magnúsdóttir sem setið hefur í svæðisráði um strandsvæðaskipulag á Vestfjörðum fyrir sunnanverða Vestfirði fór yfir vinnuna með nefndinni.