Hoppa yfir valmynd

Hagabúð - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. maí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Maríu K. Fernandez og Gesti M. Þráinssyni, dags. 12. maí 2020. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Hagabúð, 451 Vesturbyggð. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af tvíeyki ehf, dags. 8. maí 2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu vegna nálægðar við aðliggjandi jarðir. Í grenndarkynningu skal einnig gera ráð fyrir aðkomu að frístundahúsinu.