Hoppa yfir valmynd

Leiksvæði á Patreksfirði við íþróttavöll - Aðalstræti 5.

Málsnúmer 2005039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júní 2020 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Erindi frá Sigríði Gunnarsdóttur dags. 5. maí 2020. Erindið er sent f.h. hóps sem áhugasamur er um að koma upp leiksvæði á lóðinni bakvið Ólafshús að Aðalstræti 5, 450 Patreksfirði. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Búið er að taka erindið fyrir í Skipulags- og umhverfisráði. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.

Fræðslu- og æskulýðsráð lýst vel á hugmyndina. Ráðið hvetur hlutaðeigandi til að tryggja öryggi þeirra sem svæðið nota eins og kostur er.




14. maí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Sigríði Gunnarsdóttur dags. 5. maí 2020. Erindið er sent f.h. hóps sem áhugasamur er að koma upp leiksvæði á lóðinni bakvið Ólafshús, Aðalstræti 5 450 Patreksfirði. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu. Samþykkt að grenndarkynna verkefnið fyrir eigendum Aðalstrætis 3 og 7, sem og fræðslu- og æskulýðsráði.