Hoppa yfir valmynd

Rauðsdalur - Tjaldsvæði.

Málsnúmer 2005051

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. maí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Gísli Á. Gíslasyni, Rauðsdal Barðaströnd dags. 13. maí 2020. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir tjaldsvæði við Reiðskörð í landi Rauðsdals, Barðaströnd. Samhliða er sótt um stöðuleyfi fyrir salernisgám í tengslum við tjaldsvæðið. Erindinu fylgir greinagerð dags. maí 2020 sem og teikningar af fyrirhuguðu tjaldsvæði dags. 13.maí 2020.

Rauðsdalur er skilgreindur sem verslunar- og þjónustusvæði/ bændagisting skv. gildandi aðalskipulagi og samræmist fyrirhugað tjaldsvæði þeirri flokkun.

Skipulags og umhverfisráð samþykkir fyrirhugað tjaldsvæði sem og veitingu stöðuleyfis fyrir salernisgám til 12 mánaða með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar Vestfjarða vegna mögulegs jarðrasks við framkvæmdina. Skila skal inn teikningu með fyrirhugaðri staðsetningu rotþróar. Skipulags- og umhverfisráð leggur áherslu á að umsækjandi fari í framhaldinu í gerð deiliskipulags fyrir ferðaþjónustuna í Rauðsdal fyrir framtíðaruppbyggingu.