Hoppa yfir valmynd

Fasteignagjöld - fyrirspurn um lækkun stuðla

Málsnúmer 2006015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. júní 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi dags. 3. júní 2020 frá Rögnvaldi Johnsen þar sem þess er óskað að stuðull fasteignagjalda verði lækkaður í 0,5% vegna áhrifa af Covid-19.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið. Stuðull fasteignagjalda er ákveðinn ár hvert við vinnslu fjárhagsáætlunar og verður stuðullinn næst endurskoðaður í október 2020 við gerð fjárhagsáætlunar 2021 með tilliti til áhrifa af Covid-19 á ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.