Hoppa yfir valmynd

Hitaveita Krossholti

Málsnúmer 2006016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar gögn vegna hitaveitu á Krossholti.
26. apríl 2021 – Bæjarráð

Rætt um nýtingu á heitu vatni í Laugarnesi og upplýsingar sem komu fram á fundi sveitafélagsins með Orkustofnun 11. mars sl. Í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020 er fyrirhuguð lokun á veitingu heits vatns í fasteignir á Krossholtum 1. júní nk. Með vísan til nýrra upplýsinga frá Orkustofnun leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að lokun fyrir veitingu heits vatns á Krossholtum verði frestað um ótilgreindan tíma á meðan sveitarfélagið vinnur enn frekar að málinu og fasteignaeigendum verði tilkynnt um það.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs verði veitt umboð til að sækja um nýtingaleyfi til Orkustofnunar og vinna að málinu áfram.
28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir minnisblað um nýtingu á heitu vatni á Krossholtum, þar sem farið er yfir upplýsingar sem komu fram á fundi sveitafélagsins með Orkustofnun 11. mars sl. Í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020 er fyrirhuguð lokun á veitingu heits vatns í fasteignir á Krossholtum þann 1. júní nk. Með vísan til nýrra upplýsinga frá Orkustofnun lagði bæjarráð til á 919. fundi sínum 26. apríl sl. að lokun fyrir veitingu heits vatns á Krossholtum verði frestað um ótilgreindan tíma á meðan sveitarfélagið sækir um nýtingaleyfi til Orkustofnunar og vinnur áfram að málinu.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að lokun hitaveitu verði frestað og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs umboð til að sækja um nýtingarleyfi til Orkustofnunar, ásamt því að tilkynna fasteignaeigendum um frestun lokunar á meðan unnið sé í málinu. Þegar frekari upplýsingar liggi fyrir vegna nýtingarleyfisins verði málið tekið til umræðu að nýju í bæjarstjórn.
13. september 2022 – Bæjarráð

Fulltrúar íbúa á Krossholtum mættu til fundar við bæjarráð þar sem málefni Hitaveitu á Krossholtum voru rædd.

Bæjarráð hefur fullan skilning á vanda íbúa á Krossholtum og felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmasviðs að vinna áfram að lausn mála.
2. febrúar 2023 – Bæjarráð

Lögð fyrir til kynningar ákvörðun Orkustofnunnar um veitingu nýtingarleyfis á jarðhita í Krossholti á Barðaströnd til handa Vesturbyggð.

Leyfið tekur til nýtingar á tilgreindu nýtingarsvæði. Leyfið felur í sér heimild til handa leyfishafa til að nýta jarðhita á leyfistímanum í því orku og vökvamagni og með þeim skilmálum öðrum sem tilgreindir eru í leyfi þessu og auðlindalögum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.