Hoppa yfir valmynd

Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð, ósk um kynningu

Málsnúmer 2006017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. júní 2020 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 3. júní 2020 frá Birnu Friðbjörtu S. Hannesdóttur, skólastjóra Tálknafjarðarskóla um verkefnið Listasmiðjur með listamönnum í heimabyggð sem fékk nýverið veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði.

Bæjarráði líst vel á verkefnið og vísar því til menningar- og ferðamálaráðs til frekari umfjöllunar.
8. september 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir kom inn á fundinn og kynnti verkefnið ,,Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð". Tálknafjarðarskóli og Kómedíuleikhúsið hlutu nýverið styrk úr Barnamenningarsjóði vegna verkefnisins.

Markmið verkefnisins er að auka flóru listsköpunar í öllum skólunum á sunnanverðum Vestfjörðum. Um er að ræða samstarf á milli skólanna þriggja og listamanna sem búa eða eru ættaðir af svæðinu.

Í erindi Birnu er jafnframt óskað eftir samstarfi og styrkbeiðni að upphæð 1.950.000 kr.

Menningar- og ferðamálaráð þakkar Birnu fyrir kynninguna og óskar aðstandendum verkefnisins góðs gengis.

Menningar- og ferðamálaráð tekur jákvætt í styrkbeiðnina og leggur til að styrkbeiðnin verði tekin til umfjöllunar í fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs.
30. september 2020 – Bæjarráð

Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóra Tálknafjarðarskóla kom inn á fundinn til að ræða erindi sitt um verkefnið Listasmiðjur með listamönnum í heimabyggð sem fékk nýverið veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.