Hoppa yfir valmynd

Patreksskóli - skipulagsbreyting á starfssviði deildarstjóra leikskóladeildar

Málsnúmer 2006021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júní 2020 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Minnisblað frá Ásdísi Snót Guðmundsdóttur, nýráðnum skólastjóra Patreksskóla, dagsett 02.06.2020 var lagt fyrir. Þar eru kynntar skipulagsbreytingar á starfssviði deildarstjóra leikskóladeildar Patreksskóla. Breytingin felur í sér að ráðinn verði einn deildarstjóri yfir leikskóladeild og yngsta stigi (1. -4. bekk) Patreksskóla.

Ráðið samþykkir þessa skipulagsbreytingu og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.
16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram minnisblað frá Ásdísi Snót Guðmundsdóttur, nýráðnum skólastjóra Patreksskóla, dags. 2. júní 2020. Í minnisblaðinu eru kynntar skipulagsbreytingar á starfssviði deildarstjóra leikskóladeildar Patreksskóla þar sem lagt er til að ráðinn verði einn deildarstjóri yfir leikskóladeild og yngsta stigi skólans (1. -4. bekk). Fræðslu- og æskulýðsráð fjallaði um breytinguna á 63. fundi sínum 10. júní 2020 og samþykkti breytinguna fyrir sitt leyti og vísaði málinu áfram til bæjarstjórnar.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir erindið.