Hoppa yfir valmynd

Strandgata 17A. Ósk um nýjan lóðarleigusamning, breytt stærð lóðar.

Málsnúmer 2006027

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Ólöfu Helgadóttur og Jóni Birgi Jóhannssyni, dags. 7 júní. Í erindinu óskað eftir endurnýjuðum lóðarleigusamningi og stækkun lóðar við Strandgötu 17A, Patreksfirði. Erindinu fylgir teikning er sýnir umbeðna stækkun. Stækkunin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.
16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Ólöfu Helgadóttur og Jóni Birgi Jóhannssyni, dags. 7 júní 2020. Í erindinu óskað eftir endurnýjuðum lóðarleigusamningi og stækkun lóðar við Strandgötu 17A, Patreksfirði. Erindinu fylgir teikning er sýnir umbeðna stækkun. Stækkunin er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní sl. og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu.

Til máls tóku: IMJ

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stækkun lóðarinnar með fyrirvara um grenndarkynningu.
10. september 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu. Samþykkt var á 73. fundi skipulags- og umhverfisráðs að grenndarkynna stækkun lóðar umhverfis Strandgötu 17a á Patreksfirði. Grenndarkynnningin var auglýst 20. júlí með athugasemdafrest til 18. ágúst.

Ein athugasemd barst við grenndarkynninguna og lýtur hún að lóðarmörkum Strandgötu 17a og 19. Gerð er athugasemd við bílastæði sem hafa fylgt Strandgötu 19 og gildandi lóðarleigusamningur kveður á um.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna m.v. innkomnar athugasemdir og felur byggingarfulltrúa að vinna nánari útfærslu lóðarmarka Strandgötu 17a og Strandgötu 19. Jafnframt leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að endurnýjaðir verði lóðarleigusamningar við Strandgötu 17a og Strandgötu 19.
16. september 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir beiðni um stækkun lóðar Strandgötu 17a á Patreksfirði. Samþykkt var á 73. fundi skipulags- og umhverfisráðs að grenndarkynna stækkun lóðar umhverfis Strandgötu 17a. Grenndarkynnningin var auglýst 20. júlí með athugasemdafrest til 18. ágúst. Ein athugasemd barst við grenndarkynninguna og lýtur hún að lóðarmörkum Strandgötu 17a og 19. Gerð er athugasemd við bílastæði sem hafa fylgt Strandgötu 19 og gildandi lóðarleigusamningur kveður á um. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti grenndarkynninguna á 76. fundi sínum m.v. innkomnar athugasemdir og fól byggingarfulltrúa að vinna nánari útfærslu lóðarmarka Strandgötu 17a og Strandgötu 19. Jafnframt lagði skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að endurnýjaðir verði lóðarleigusamningar við Strandgötu 17a og Strandgötu 19.

Til máls tók: Forseti,ÁS

Ásgeir Sveinsson óskaði eftir að víkja af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir grenndarkynninguna sem og endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir Strandgötu 17a og 19.