Hoppa yfir valmynd

Járnhóll 13 og 15. Umsókn um lóð.

Málsnúmer 2006028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Lás ehf, dags. 5. júní. Í erindinu er sótt um lóðir nr. 13 og 15 við Járnhól á skipulögðu iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal, fyrirtækið er með sameinaða lóð 14 og 16 við Járnhól á leigu þar sem standa yfir byggingarframkvæmdir við nýja steypustöð en fyrirtækið þarfnast frekara athafnapláss fyrir starfsemina.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt en vekur athygli umsækjenda á því að ef ekki eigi að byggja á lóðunum þá reiknast gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar bygginga sem heimilt væri að reisa á lóðunum skv. samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð.




16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Lás ehf, dags. 5. júní 2020. Í erindinu er sótt um lóðir nr. 13 og 15 við Járnhól á skipulögðu iðnaðar- og hesthúsasvæði á Bíldudal, fyrirtækið er með sameinaða lóð 14 og 16 við Járnhól á leigu þar sem standa nú yfir byggingarframkvæmdir við nýja steypustöð, en fyrirtækið þarfnast frekara athafnapláss fyrir starfsemina. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Til máls tóku: IMJ, MÓÓ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir úthlutun lóðanna til Lás ehf. en vekur athygli umsækjenda á því að ef ekki eigi að byggja á lóðunum þá reiknast gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar bygginga sem heimilt væri að reisa á lóðunum skv. samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð. Bæjarstjórn vekur athygli á að ekki liggur fyrir ákvörðun um gatnagerð á svæðinu.