Hoppa yfir valmynd

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði

Málsnúmer 2006029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Breytingartillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2020. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en Olíudreifing gerði athugasemd við tillöguna og benti á reglugerð 188/1990 um eldfima vökva og fjarlægðamörk sem þar gilda sem og afgreiðslulagnir félagsins er liggja um lóðina. Skilmálar þess efnis var bætt við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beinir málinu til hafna- og atvinnumálaráðs.
13. júlí 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 74. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Breytingartillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2020. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en Olíudreifing gerði athugasemd við tillöguna og benti á reglugerð 188/1990 um eldfima vökva og fjarlægðamörk sem þar gilda sem og afgreiðslulagnir félagsins er liggja um lóðina. Skilmálum þess efnis var bætt við tillöguna. Svæðið er eingöngu ætlað undir meltutanka.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lögð fram breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði eftir auglýsingu. Erindið var tekið fyrir á 74. fundi skipulags- og umhverfisráðs 9. júlí 2020 og á 21. fundi hafna- og atvinnumálaráðs 13. júlí 2020. Breytingartillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2020. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en Olíudreifing gerði athugasemd við tillöguna og benti á ákvæði reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi nr. 884/2017 og fjarlægðamörk sem þar gilda sem og afgreiðslulagnir félagsins er liggja um lóðina. Skilmálum þess efnis var bætt við tillöguna. Svæðið er eingöngu ætlað undir meltutanka.

Bæjarráð samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.