Hoppa yfir valmynd

Mikladalsvegur 11, umsókn um stækkun lóðar.

Málsnúmer 2006032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá MV 11 ehf, dags. 8. júní. Í erindinu er sótt um stækkun lóðar við Mikladalsveg 11. Óskað er eftir um 1270m2 stækkun lóðar til norðurs og er stækkunin hugsuð sem aukið athafnasvæði og geymslusvæði við fasteignina. Ennfremur er óskað leyfis til að halda áfram með gerð jarðvegsmanar og gróðursetningu gróðurs norðan og austan við húsið. Erindinu fylgir rissteikning er sýnir umbeðið svæði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt en vekur athygli umsækjenda á því að ef ekki eigi að byggja á lóðinni þá reiknast gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar bygginga sem heimilt væri að reisa á sameinaðri lóð skv. samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð.
16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá MV 11 ehf, dags. 8. júní 2020. Í erindinu er sótt um stækkun lóðar við Mikladalsveg 11. Óskað er eftir um 1270m2 stækkun lóðar til norðurs og er stækkunin hugsuð sem aukið athafnasvæði og geymslusvæði við fasteignina. Ennfremur er óskað leyfis til að halda áfram með gerð jarðvegsmanar og gróðursetningu gróðurs norðan og austan við húsið. Erindinu fylgir rissteikning er sýnir umbeðið svæði. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Til máls tóku: IMJ, MÓÓ, MJ, ÁS.

María Ósk Óskarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir stækkun lóðarinnar en vekur athygli umsækjenda á því að ef ekki eigi að byggja á lóðinni þá reiknast gatnagerðargjald í samræmi við fermetrafjölda þeirrar bygginga sem heimilt væri að reisa á sameinaðri lóð skv. samþykkt um gatnagerðargjald í Vesturbyggð.