Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaleyfi. Strenglögn innan þéttbýlis Bíldudal

Málsnúmer 2006034

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða dags 5. júní. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar flutningsleiðar frá aðveitustöð niður að hafnarsvæði á Bíldudal. Auka þarf fjölda strengja til að flytja raforkuna. Er þetta tilkomið vegna óska Kalkþörungaverksmiðjunnar eftir auknu afli.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar. Nákvæma legu strengja skal ákveða í samráði við Vesturbyggð og aðliggjandi lóðarhafa. Vanda skal við frágang eftir framkvæmdir, leggja áherslu á að hafa framkvæmdatíman sem stystan og í samráði við nærliggjandi hagsmunaaðila.

Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið.
16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Orkubúi Vestfjarða dags 5. júní 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna stækkunar flutningsleiðar frá aðveitustöð niður að hafnarsvæði á Bíldudal. Auka þarf fjölda strengja til að flytja raforkuna. Er þetta tilkomið vegna óska Íslenska Kalkþörungafélagsins eftir auknu afli fyrir verksmiðju sína á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar.

Til máls tóku: IMJ

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga með þeim fyrirvörum sem skipulags- og umhverfisráð leggur til. Nákvæma legu strengja skal ákveða í samráði við Vesturbyggð og aðliggjandi lóðarhafa. Vanda skal við frágang eftir framkvæmdir, leggja áherslu á að hafa framkvæmdatímann sem stystan og í samráði við nærliggjandi hagsmunaaðila.