Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaleyfi. Strenglögn við Járnhól, Bíldudal.

Málsnúmer 2006035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Orkubúi Vestfjarða, ódagsett. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar hverfisspennustöðvar og háspennulagnar frá jarðspennistöð sem staðsett er við afleggjara að Hóli á Bíldudal.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir sem og umsögn Vegagerðarinnar þar sem strengurinn mun þvera Bíldudalsveg.

Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið.




16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Orkubúi Vestfjarða, ódagssett. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar hverfisspennustöðvar og háspennulagnar frá jarðspennistöð sem staðsett er við afleggjara að Hóli á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 73. fundi sínum 11. júní 2020 og leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjavarðar og umsögn Vegagerðarinnar þar sem strengurinn mun þvera Bíldudalsveg.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvörum sem skipulags- og umhverfisráð leggur til.