Hoppa yfir valmynd

Bíldudalshöfn. Umsókn um dælulagnir í jörðu.

Málsnúmer 2006050

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. júní 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Arctic Protein hf, dags. 12. júní. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja tvær 200mm dælulagnir í jörðu frá Strandgötu 1, Bíldudal í gegnum hafnarsvæði niður á hafnarkant Bíldudalshafnar. Lagnirnar eru ætlaðar til að flytja meltu frá hafnarkanti að meltutönkum er standa við Strandgötu 10-12. Erindinu fylgir yfirlitsmynd ásamt sniði í skurð.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið. Frágangur yfirborðs skal klárast samhliða verkinu.




16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Arctic Protein hf, dags. 12. júní 2020. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja tvær 200mm dælulagnir í jörðu frá Strandgötu 1, Bíldudal í gegnum hafnarsvæði niður á hafnarkant Bíldudalshafnar. Lagnirnar eru ætlaðar til að flytja meltu frá hafnarkanti að meltutönkum er standa við Strandgötu 10-12. Erindinu fylgir yfirlitsmynd ásamt sniði í skurð. Hafna- og atvinnumálaráð tók erindið fyrir á 20. fundi sínum 15. júní sl. og samþykkti erindið.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og tekur undir með hafna- og atvinnumálaráði með að yfirborðsfrágangi verði lokið samhliða verkinu.