Hoppa yfir valmynd

Brjánslækjarhöfn, upplýsingaskilti.

Málsnúmer 2006057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. júní 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Breiðafjarðanefnd, dags. 15. júní. Í erindinu er óskað eftir tillögu frá hafna- og atvinnumálaráði um nýja staðsetningu fyrir upplýsingaskilti sem staðið hefur á hafnarsvæðinu við Brjánslækjarhöfn á vegum Breiðafjarðarnefndar. Á skiltinu er að finna upplýsingar um verndarsvæði Breiðafjarðar, sem verndað er með sérstökum lögum nr. 54/1995. Skiltið varð fyrir skemmdum í fyrra en búið er að lagfæra skiltið og fyrirhugað að setja það upp á ný.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að skiltið verði staðsett nokkrum metrum utar en síðasta skilti.