Hoppa yfir valmynd

Garðar BA

Málsnúmer 2006062

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. júní 2020 – Bæjarráð

Arnheiður Jónsdóttir mætti á fundinn og fór yfir möguleg framtíðaráform vegna Garðars BA.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar í menningar- og ferðamálaráði.
8. september 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Arnheiður Jónsdóttir og Magnús Jónsson komu inn á fundinn til þess að fara yfir möguleg framtíðaráform vegna Garðars BA.

Garðar BA hefur verið einn af vinsælustu viðkomustöðum ferðmanna á sunnanverðum Vestfjörðum undanfarin ár. Skipið og umhverfi þess hafa orðið fyrir ágangi vegna fjölda ferðamanna. Garðar BA er í áfangastaðaáætlun Vestfjarða þar sem lagt er til að farið verði í uppbyggingu á svæðinu.

Menningar- og ferðamálaráð leggur til að skipaður verði vinnuhópur til þess að vinna að hugmyndum um framtíðaráform Garðars BA, í samstarfi við landeigendur.

Ráðið felur menningar-og ferðamálafulltrúa að fara í þá vinnu.
13. apríl 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Á 11.fundi Menningar-og ferðamálaráðs þann 8.september 2020 var fjallað um erindi frá fulltrúum landeigenda Skápadals tengt uppbyggingu Garðars BA og svæðisins þar í kring. Menningar-og ferðamálafulltrúa var falið að stofna vinnuhóp með það að markmiði að vinna að hugmyndum um framtíðaráform Garðars BA, í samstarfi við landeigendur.

Menningar-og ferðamálaráð tilnefnir eftirfarandi aðila í vinnuhópinn;

Arnheiður Jónsdóttir - fulltrúi landeigenda
Sigurður Líndal - verkefnastjóri Vestfjarðastofu
Gunnþórunn Bender - framkvæmdastjóri Westfjords Adventures
Guðríður Hlín Helgudóttir - menningar-og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar