Hoppa yfir valmynd

Lóðaleigusamningar fyrir Lönguhlíð 18 og 20 á Bíldudal

Málsnúmer 2006082

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Vesturbyggð, dags. 26 júní. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamninga við Lönguhlíð 18 og 20 á Bíldudal. Erindinu fylgir tillaga að lóðum umhverfis húsin ásamt minnisblaði frá bæjarstjóra. Til stendur að selja eignirnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir eignirnar með eftirfarandi kvöðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra setti sem skilyrði fyrir sölu eignanna með bréfi dags. 12. nóvember 2019.

a) Dvöl í húsunum er óheimil yfir vetrartímann, þ.e. frá 1. nóvember til 30. apríl sbr. kvaðir sem settar voru á notkun húsa í Súðavík. Frávik frá þessu, hvort sem eru til rýmkunar eða þrengingar á notkun eignarinnar, skulu í sérstökum tilvikum ákveðin af lögreglustjóra í samráði við almannavarnanefnd staðarins og Veðurstofu Íslands.
b) Óheimilt er að endurbyggja húsin ef þau verða fyrir umtalsverðu tjóni.
c) Verði húsin fyrir skemmdum af völdum ofanflóða mun Ofanflóðasjóður ekki greiða
bætur vegna skemmdanna til eigenda þeirra.

Afmörkun lóðanna skal vera í takt við umræður á fundinum, skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að fullgera lóðablöð. Aðkoma að húsunum skal vera frá Lönguhlíð.
14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Vesturbyggð, dags. 26 júní 2020. Í erindinu er sótt um endurnýjun lóðarleigusamninga við Lönguhlíð 18 og 20 á Bíldudal. Erindinu fylgir tillaga að lóðum umhverfis húsin ásamt minnisblaði frá bæjarstjóra.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 að samþykkt yrði endurnýjun lóðarleigusamninga fyrir eignirnar með kvöðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra setti sem skilyrði fyrir sölu eignanna með bréfi dags. 12. nóvember 2019.

Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir endurnýjun lóðaleigusamninganna.