Hoppa yfir valmynd

Úttekt og greining á samrekstri slökkviliðs og sjúkraflutninga

Málsnúmer 2006085

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 8. júlí 2020. Í minnisblaðinu er lagt til að greint verði hvort æskilegt sé að sameina slökkvilið og sjúkraflutninga í Vesturbyggð. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða hefur lýst yfir áhuga sínum á að koma að slíkri greiningu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna með áhuga Tálknafjarðahrepps að koma að slíkri greiningu og í kjölfarið óska eftir tilboðum í greininguna sem tekin verði afstaða til við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.




17. desember 2020 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Umræður um tímasetningu á kynningarfundi vegna skýrslu Ráðríkrar um slökkvilið og sjúkraflutninga.

Nefndin telur rétt að fram fari sameiginlegur kynningarfundur fyrir báðar sveitarstjórnirnar vegna skýrslunnar og að hann verði í febrúar 2021.