Hoppa yfir valmynd

Aðalfundur Vestur-Botn ehf. 2020

Málsnúmer 2006093

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2020 – Vestur-Botn

1. Setning aðalfundar
Formaður stjórnar Sigurður Viggósson setti fundinn eftir að hafa kannað lögmæti fundarins.

2. Kosning fundastjóra og ritara
Formaður lagði til að Rebekka Hilmarsdóttir yrði fundarstjóri og Gerður Björk Sveinsdóttir ritaði fundargerð. Samþykkt samhljóða.

3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Stjórn Vesturbotns fundaði einu sinni á árinu 2019, þ.e. 9. september 2019. Hagnaður af rekstri félagsins var á árinu 2019 að fjárhæð 0,7 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé félagsins nam í árslok 37,4 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af nemur hlutafé félagsins 500 þús. kr. Engin breyting varð á hlutafé félagsins og er það allt í eigu sveitarfélagsins Vesturbyggð.

4. Lagður fram endurskoðaður ársreikningur félagsins.
Lagður var fram ársreikningur ársins 2019 ásamt áritun endurskoðenda. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar fór yfir helstu liði árreikningsins en hann sýnir að rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda er 255.594 kr. Fjármunatekjur eru 920.101 kr. og hagnaður ársins því 664.507 kr. Eigið fé er 37.395.370 kr. og skammtímaskuldir 500.519 kr.

Ársreikningurinn var ræddur, síðan borin upp til samþykktar. Ársreikningurinn 2019 var samþykktur samhljóða og áritaður af stjórn og framkvæmdastjóra.

5.Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á árinu. Hagnaði verði ráðstafað til hækkunar á eigin fé.

6. Kosning formanns.
Endurkjörinn var formaður Sigurður V. Viggósson.

7. Kosning tveggja meðstjórnenda.
Endurkjörin Arnheiður Jónsdóttir og Hjörtur Sigurðsson.

8. Kosning þriggja varamanna í stjórn.
Endurkjörin voru Magnús Jónsson, Guðrún Bergmann Leifdóttir og Barði Sæmundsson.

9. Breyting á samþykktum félagsins.
Lögð fram tillaga að breytingu á samþykktum félagsins þar sem lagt er til að ákvæði í grein 5.1. og 5.2. í samþykktum Vestur-Botns ehf. dags. 15. febrúar 2015 verði breytt og verði svohljóðandi:

5.1.
Á aðalfundi félagsins skal kjósa einn eða fleiri löggilta endurskoðendur eða skoðunarmenn.
Skulu þeir rannsaka reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja niðurstöður sínar fyrir
aðalfund. Endurskoðendur eða skoðunarmenn má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna eða
starfsmanna félagsins.

5.2
Starfsár og reikningsár er almanaksárið. Stjórn félagsins skal hafa lokið gerð ársreikninga og
lagt fyrir endurskoðendur eða skoðunarmenn eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund skv.
grein 3.2. samþykkta þessara.

Tillagan rædd og síðan borin upp til samþykktar. Breyting á 5.1. og 5.2. grein samþykkta Vestur-Botns ehf. samþykkt samhljóða og framkvæmdastjóra falið að tilkynna breytinguna til fyrirtækjarskrár.

10. Kosning endurskoðanda/skoðunarmanns.
Lögð var fram tillaga um að KPMG ehf. sinni áfram endurskoðun fyrir félagið án áritunar. Samþykkt samhljóða.

11. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda.
Lögð fram tillaga um að þóknun stjórnar fyrir fundarsetur verði óbreytt þannig að hún sé sú sama og þóknun til nefndarsetu í nefndum Vesturbyggðar. Greiðsla til endurskoðenda skal vera skv. framlögðum reikningi. Samþykkt samhljóða.

12. Önnur mál
Engin önnur mál lágu fyrir.




6. september 2021 – Vestur-Botn

1. Setning aðalfundar
Formaður stjórnar, Sigurður Viggósson setti fundinn eftir að hafa kannað lögmæti fundarins.

2. Kosning fundastjóra og ritara
Formaður tók að sér fundarstjórn og ritari fundarins er Rebekka Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri. Samþykkt samhljóða.

3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Stjórn Vestur-Botns fundaði einu sinni á árinu 2020, þ.e. 9. júlí 2020. Hagnaður af rekstri félagsins var á árinu 2020 samtals 683.228 kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé félagsins nam í árslok 38.755.756 kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af nemur hlutafé félagsins 500 þús. kr. Engin breyting varð á hlutafé félagsins og er það allt í eigu sveitarfélagsins Vesturbyggð.

4. Ársreikningur 2020
Lagður var fram ársreikningur ársins 2020. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda er 269.594 kr. Fjármunatekjur eru 952.822 kr. og hagnaður ársins því 683.228 kr. Eigið fé er 38.755.756 kr. kr. og skammtímaskuldir 677.158 kr.
Ársreikningurinn var ræddur, síðan borin upp til samþykktar. Ársreikningurinn 2020 var samþykktur samhljóða og áritaður af stjórn og framkvæmdastjóra.

5. Meðferð hagnaðar eða taps félagsins á árinu
Hagnaði verði ráðstafað til hækkunar á eigin fé.

6. Kosning formanns
Endurkjörinn var formaður Sigurður V. Viggósson.

7. Kosning tveggja meðstjórnenda
Endurkjörin Arnheiður Jónsdóttir og Hjörtur Sigurðsson.

8. Kosning þriggja varamanna í stjórn
Endurkjörin voru Magnús Jónsson, Guðrún Bergmann Leifdóttir og Barði Sæmundsson.

9. Breyting á samþykktum félagsins
Lagðar fram uppfærðar samþykktir félagsins. Samþykktirnar ræddar og síðan bornar upp til samþykktar.

10. Kosning endurskoðanda/skoðunarmanns
Lögð var fram tillaga um að KPMG ehf. sinni áfram endurskoðun án áritunar fyrir félagið. Samþykkt samhljóða.

11. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna, varamanna og endurskoðanda
Lögð fram tillaga um að þóknun stjórnar fyrir fundarsetur verði óbreytt þannig að hún sé sú sama og þóknun til nefndarsetu í nefndum Vesturbyggðar. Greiðsla til löggiltra endurskoðenda skal vera skv. framlögðum reikningi. Samþykkt samhljóða.

12. Önnur mál
Engin önnur mál lágu fyrir.