Hoppa yfir valmynd

Endurskoðun aðalskipulags Reykhólahrepps - Lýsing

Málsnúmer 2006095

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá skipulagsfulltrúa Reykhólahrepps dags. 29. júní 2020. Í erindinu er óskað umsagnar varðandi skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Reykhólahrepps.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við lýsingu og telur að í henni komi ágætlega fram hverjar helstu áherslur eru í endurskoðuninni. Vesturbyggð áskilur sér rétt að gera athugasemdir á seinni stigum og vill benda á náið samráð um einstaka þætti sem snerta sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna.