Hoppa yfir valmynd

Minnisblað vegna slökkvibíls á Bíldudal

Málsnúmer 2006097

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra um ástand slökkvibíls á Bíldudal. Í minnisblaðinu kemur fram að verulegt viðhald hefur verið á bílnum sem er árgerð 1984.

Bæjarráð felur slökkviliðsstjóra að vinna að nánari greiningu á kostnaði við fyrirhugað viðhald slökkvibíls á Bíldudal og kynna niðurstöðuna bæjarráði svo unnt sé að bregðast við.
30. september 2020 – Bæjarráð

Slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn og fór yfir kostnað vegna viðhalds við slökkvibifreið á Bíldudal sem og kynnti útskiptiáætlun fyrir slökkvibíla sveitarfélagsins.