Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaleyfi vegna endurheitar votlendis Fífustaðir í Fífustaðadal

Málsnúmer 2007006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Votlendissjóði, dags. 1. júlí 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi að beiðni landeigenda fyrir endurheimt votlendis á um 57ha svæði á jörðinni Fífustöðum í Fífustaðadal, Arnarfirði. Áætlaður verktími er í ágúst og september 2020.

Samkvæmt erindinu eru skurðir á því svæði sem áætlað er að endurheimta votlendi á um 12,4 km að heildarlengd. Fyrirhugað er að fylla upp í hluta þessara skurða að fullu með gömlum uppgreftri sem að þeim liggur en í öðrum skurðum er áætlað að gera litlar "stíflur" með reglulegu millibili. Áhersla verður lögð á að vanda til verka, þjappa efni vel ofan í skurðstæði svo að fyllingar skolist ekki til og eins að taka til hliðar gróður úr skurðum og ofan af ruðningum til að þekja yfirborð rasksvæða og flýta þannig fyrir uppgræðslu þeirra.

Erindinu fylgir:
Yfirlitsmynd sem sýnir framkvæmdasvæði, skurði sem fylla á upp í og næsta nágrenni.
Bréf landeigenda Fífustaða til sveitarstjórnar Vesturbyggðar, dags. 7. október 2019.
Samingur milli Votlendssjóðs og landeigenda að Fífustöðum.
Minnisblað Eflu Verkfræðsistofu um matsskyldu endurheimtar votlendis, dags 16. október 2019.
Verkáætlun fyrir framkvæmdinni unnin af fagráði Votlendissjóðs
Tilkynning um framkvæmd við endurheimt, upprunalegur póstur frá 11. Júní 2019
Um endurheimt votlendis - upplýsingabæklingur frá Skipulagsstofnun.

Í upplýsingabæklingi Skipulagsstofnunar dags. nóvember 2019 varðandi endurheimt votlendis segir að endurheimt votlendis falli ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið leggur til við framkvæmdaraðila að framkvæmdin verði þannig útfærð að ekki myndist slysagildrur fyrir dýr og menn.




14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Votlendissjóði, dags. 1. júlí 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi að beiðni landeigenda fyrir endurheimt votlendis á um 57ha svæði á jörðinni Fífustöðum í Fífustaðadal, Arnarfirði. Áætlaður verktími er í ágúst og september 2020. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá lagði ráðið til við framkvæmdaraðila að framkvæmdin verði þannig útfærð að ekki myndist slysagildrur fyrir dýr og menn.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisráðs.