Hoppa yfir valmynd

Aðalstræti 115. Fyrirspurn vegna bílskúrs.

Málsnúmer 2007008

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Barði Sæmundsson vék af fundi.

Erindi frá Barða Sæmundssyni, dags. 3. júlí. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs um hvort nokkuð sé því til fyrirstöðu að byggja bílskúr á lóðinni að Aðalstræti 115 með aðkomu frá stofnbraut.

Erindinu fylgir afstöðumynd og útlitsteikning unnin af TAG teiknistofu dags. 3. júlí.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en vekur athygli umsækjanda á því að tenging við stofnbraut er háð samþykki Vegagerðar.

Barði Sæmundsson kom aftur inn á fundinn.




11. mars 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Barði Sæmundsson vék af fundi.

Erindi frá Barða Sæmundssyni dags. 12.02.2021. Í erindinu er sett fram fyrirspurn um hvort leyfi geti fengist fyrir því að reisa bílgeymslu á baklóð við Aðalstræti 115 og nýja innkeyrslu frá Aðalstræti. Samkvæmt umsókn hefur bílastæði húseignar hefur verið óhentugt vegna nálægðar við götu og hættu á eignatjóni ökutækja.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en vekur athygli á að framkvæmdin er háð samþykki Vegagerðarinnar sökum nálægðar við Þjóðveg.

Barði Sæmundsson kom aftur inn á fundinn.