Hoppa yfir valmynd

Stuðningur við Sjávarútvegsskóla unga fólksins.

Málsnúmer 2007032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. júlí 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri, dags. 10. júlí. Í erindinu er óskað eftir fjárstuðningi við Sjávarútvegsskóla unga fólksins í Vesturbyggð sem áætlað er að halda vikuna 20-24. júlí. Þetta er verkefni sem hefur verið rekið á Austurlandi og á Norðurlandi frá árinu 2013 og er samstarf vinnuskóla byggðarlaga, sjávarútvegssfyrirtækja og Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Í skólanum fá starfsmenn vinnuskólans á aldrinum 14-17 ára fræðslu um fiskeldi og tengdar greinar.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að styrkja Sjávarútvegsskóla unga fólksins í Vesturbyggð um 100.000.