Hoppa yfir valmynd

Dufansdalur Efri - Umsókn um framkvæmdaleyfi, lagnaleið.

Málsnúmer 2007042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. ágúst 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Þórarni K. Ólafssyni og Arnhildi Ásdísi Kolbeins dags 15. júlí 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 2 km háspennustrengs fyrir 11 kV dreifingu fyrir Dufansdal Efri sem og frístundabyggð í Dufansdal. Strengleiðin mun að hluta til fara um land Dufansdals Neðri og mun verða fengin heimild landeiganda fyrir því að plægja lögnina niður, þar sem hún þverar mela og neðsta hluta í túni býlisins. Með framkvæmdaleyfisumsókninni fylgdi yfirlitsuppdráttur af strengleiðinni og framkvæmdalýsing.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar og Fiskistofu liggja fyrir. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið. Framkvæmdaraðili skal gæta þess að rask á framkvæmdasvæðinu verði lágmarkað og vel gengið frá eftir framkvæmdir.
19. ágúst 2020 – Bæjarstjórn

Erindi frá Þórarni K. Ólafssyni og Arnhildi Ásdísi Kolbeins dags 15. júlí 2020. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 2 km háspennustrengs fyrir 11 kV dreifingu fyrir Dufansdal Efri sem og frístundabyggð í Dufansdal. Strengleiðin mun að hluta til fara um land Dufansdals Neðri og mun verða fengin heimild landeiganda fyrir því að plægja lögnina niður, þar sem hún þverar mela og neðsta hluta í túni býlisins. Með framkvæmdaleyfisumsókninni fylgdi yfirlitsuppdráttur af strengleiðinni og framkvæmdalýsing.

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar og Fiskistofu liggja fyrir. Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisráði og kallar eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið. Framkvæmdaraðili skal gæta þess að rask á framkvæmdasvæðinu verði lágmarkað og vel gengið frá eftir framkvæmdir.