Hoppa yfir valmynd

Vestfjarðavegur (60) um Dynjandsheiði, Penna - Þverdalsvatn - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2007046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. ágúst 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 10. júlí 2020 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir byggingu Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði um Penningsdal ofan við Pennuá og upp fyrir Þverdalsvatn, um 5.7km leið. Álit Skipulagsstofnunar um heildarframkvæmdina liggur fyrir dagsett 3. júlí 2020. Í umsókninni er einungis verið að sækja um leyfi fyrir hluta framkvæmdar sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og er óháð þeim valkostum sem lagðir hafa verið fram um Vatnsfjörð og Flókalund upp Penningsdal. Efni í framkvæmdina verður sótt í skeringar og meðfram vegi.

Meðfylgjandi umsókninni er framkvæmdalýsing og uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
19. ágúst 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 10. júlí 2020 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir byggingu Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði um Penningsdal ofan við Pennuá og upp fyrir Þverdalsvatn, um 5.7km leið. Álit Skipulagsstofnunar um heildarframkvæmdina liggur fyrir dagsett 3. júlí 2020. Í umsókninni er einungis verið að sækja um leyfi fyrir hluta framkvæmdar sem er í samræmi við gildandi aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og er óháð þeim valkostum sem lagðir hafa verið fram um Vatnsfjörð og Flókalund upp Penningsdal. Efni í framkvæmdina verður sótt í skeringar og meðfram vegi.

Meðfylgjandi umsókninni er framkvæmdalýsing og uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. júlí 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 28. júní 2021 þar sem sótt er um viðbót við framkvæmdaleyfi sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. ágúst 2020. Um er að ræða framlengingu á núverandi framkvæmd upp fyrir Norðdalsá á Dynjandisheiði frá stöð 9.450 að stöð 10.900 á Vestfjarðavegi. Einnig þarf að breyta vegi við gatnamót Bíldudalsvegar á um 600 metra kafla.

Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita viðbót við núverandi framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. júlí 2021 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 28. júní 2021 þar sem sótt er um viðbót við framkvæmdaleyfi sem samþykkt var í bæjarstjórn 19. ágúst 2020. Um er að ræða framlengingu á núverandi framkvæmd upp fyrir Norðdalsá á Dynjandisheiði frá stöð 9.450 að stöð 10.900 á Vestfjarðavegi. Einnig þarf að breyta vegi við gatnamót Bíldudalsvegar á um 600 metra kafla.

Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 86. fundi sínum þann 3. júlí sl. þar sem það lagði til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita viðbót við núverandi framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð skv. umboði bæjarstjórnar, staðfestir bókun skipulags- og umhverfisráðs og felur skipulagsfulltrúa að veita viðbót við núverandi framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að ekki verði tafir á vegagerð um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg og vísar í bókun sveitarfélaganna á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjarða ásamt Vestfjarðastofu.