Hoppa yfir valmynd

Bjarkargata. Umsókn um lóð fyrir bílskúr.

Málsnúmer 2008003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. ágúst 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Halldóri Traustasyni og Eydísi Þórsdóttur, dags. 5. ágúst. Í Erindinu er sótt um lóð utan við Bjarkargötu 8, Patreksfirði til byggingar 80m2 bílskúrs. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða lóð.

Skipulags- og umhverfisráð frestar erindinu og felur byggignarfulltrúa að fara yfir mögulegar útfærslur með umsækjenda.




10. september 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Halldóri Traustasyni og Eydísi Þórsdóttur dags. 5. ágúst. Erindinu var frestað á síðasta fundi ráðsins sem haldinn var 14. ágúst. Í Erindinu er sótt um lóð utan við Bjarkargötu 8, Patreksfirði til byggingar 80m2 bílskúrs. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða lóð.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem opið svæði og verður framtíðarnotkun svæðisins endurskoðuð í tengslum við vinnu við gerð nýs aðalskipulags sem stendur yfir.