Hoppa yfir valmynd

Sigtún 2. Umsókn um lóð.

Málsnúmer 2008005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. ágúst 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Eddu S. Ólafsdóttur o.fl. dags 10. ágúst. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Sigtúni 2, Patreksfirði. Samkvæmt umsókn er áætlaður upphafstími framkvæmda eftir 4-6 ár.

Lóðin stendur á skilgreindu B - hættusvæði ofanflóða.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutun lóðarinnar verði samþykkt en vekur jafnframt athygli umsækjenda á því að samkvæmt núgildandi ákvæðum í lóðarleigusamningum skuli framkvæmdum lokið innan þriggja ára frá útgáfu lóðarleigusamnings.
19. ágúst 2020 – Bæjarstjórn

Erindi frá Eddu S. Ólafsdóttur o.fl. dags 10. ágúst 2020. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Sigtúni 2, Patreksfirði. Samkvæmt umsókn er áætlaður upphafstími framkvæmda eftir 4-6 ár.

Lóðin stendur á skilgreindu B - hættusvæði ofanflóða.

Til máls tóku: Forseti, MÓÓ, bæjarstjóri, FM og MJ.

Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar en vekur jafnframt athygli umsækjenda á því að samkvæmt núgildandi ákvæðum í lóðarleigusamningum skuli framkvæmdir vera hafnar innan árs og lokið innan þriggja ára frá útgáfu lóðarleigusamnings.