Hoppa yfir valmynd

Langahlíð 16B. Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2008008

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. ágúst 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Hrafnshól ehf, dags. 12. ágúst. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 257,4 m2 fjögurra íbúða húsi á tveimur hæðum að Lönguhlíð 16B, Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar unnar af Studio F - arkitektum, dags. 21.07.2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Útfæra þarf bílastæði fyrir húsin fyrir grenndarkynningu.
19. ágúst 2020 – Bæjarstjórn

Erindi frá Hrafnshól ehf, dags. 12. ágúst 2020. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir 257,4 m2 fjögurra íbúða húsi á tveimur hæðum að Lönguhlíð 16B, Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar unnar af Studio F - arkitektum, dags. 21. júlí 2020.

Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisráði og samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Útfæra þarf bílastæði fyrir húsin fyrir grenndarkynningu.
15. október 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Lönguhlíð 16b á Bíldudal. Grenndarkynnningin var auglýst 4. september með athugasemdafresti til 4. október 2020. Þrjár athugasemdir bárust við grenndarkynninguna sem beindust að ásýnd hússins og sjónrænum áhrifum. Óskað var umsagnar Veðurstofunnar vegna nálægðar bílastæða við ofanflóðavarnir. Umsögn barst frá Veðurstofunni með bréfi dags. 22. september 2020. Í umsögninni kemur fram að Veðurstofan telur réttast að ekki sé að svo komnu máli reistar nýjar byggingar á A-hættusvæðum undir varnargörðum. Hvort sem er á lóðum ofan núverandi byggðar eða nær varnargörðum en fyrirliggjandi byggð nú stendur. Þannig verði byggðin ekki teygð nær hlíðinni eða nær varnargörðum. Endurskoða þarf hættumat undir nokkrum varnargörðum sem reistir hafa verið hér á landi á síðustu árum í kjölfar atburðanna á Flateyri í janúar sl. og verður hættumat svæðis við varnargarð undir Búðagili endurskoðað í vetur.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fallið verði frá áformum um byggingu íbúðarhús við Lönguhlíð 16b og samþykkir um leið að grenndarkynnt verði skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrirhuguð úthlutun lóðar og ný áform um byggingu 10 íbúða íbúðarhúss neðan Hafnarbrautar á núverandi landfyllingu.

Skipulagsfulltrúa verði falið að undirbúa grenndarkynningargögn.
21. október 2020 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Lönguhlíð 16b á Bíldudal. Grenndarkynnningin var auglýst 4. september með athugasemdafresti til 4. október 2020. Þrjár athugasemdir bárust við grenndarkynninguna sem beindust að ásýnd hússins og sjónrænum áhrifum. Óskað var umsagnar Veðurstofunnar vegna nálægðar bílastæða við ofanflóðavarnir. Umsögn barst frá Veðurstofunni með bréfi dags. 22. september 2020. Í umsögninni kemur fram að Veðurstofan telur réttast að ekki sé að svo komnu máli reistar nýjar byggingar á A-hættusvæðum undir varnargörðum. Hvort sem er á lóðum ofan núverandi byggðar eða nær varnargörðum en fyrirliggjandi byggð nú stendur. Þannig verði byggðin ekki teygð nær hlíðinni eða nær varnargörðum. Endurskoða þarf hættumat undir nokkrum varnargörðum sem reistir hafa verið hér á landi á síðustu árum í kjölfar atburðanna á Flateyri í janúar sl. og verður hættumat svæðis við varnargarð undir Búðagili endurskoðað í vetur.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir að fallið verði frá áformum um byggingu íbúðarhús við Lönguhlíð 16b og samþykkir um leið fyrirhugaða úthlutun lóðar neðan Hafnarbrautar á núverandi landfyllingu til byggingu 10 íbúða íbúðarhúss. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.