Hoppa yfir valmynd

Vesturbyggð - Þjóðskógar

Málsnúmer 2008010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. ágúst 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Vestfjarðastofu, 14. ágúst. Í erindinu er vakin athygli á möguleikum varðandi uppbyggingu nýrrar atvinnugreinar í Vesturbyggð sem myndi falla að umhverfismarkmiðum ríkisins, sveitarfélaga og sóknaráætlunar. Í erindinu er farið yfir möguleikann á þjóðskógi í Vestur-Botni og á svæðinu við golfvöllinn á Patreksfirði. Meta þyrfti hvort um væri að ræða nytjaskjóg til skógarhöggs eða nytjaskógur til beitar. Þar er fyrirhugað sumarbústaðaland og þar myndi skapast enn betra útivistarsvæði með göngustígum, bílastæðum og bættum aðbúnaði. Þjóðskógur myndi fjölga störfum, skapa störf á nýju sviði, bæta ímynd varðandi umhverfismál, efla innviðauppbyggingu í Vestur-Botni til framtíðar.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur vel í hugmyndina og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.




25. ágúst 2020 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Vestfjarðastofu um þjóðskóga á Vestfjörðum dags. 14. ágúst 2020. Í erindinu er farið yfir möguleikann á þjóðskógi í Vestur-Botni og á svæðinu við golfvöllinn á Patreksfirði. Meta þyrfti hvort um væri að ræða nytjaskjóg til skógarhöggs eða nytjaskógur til beitar. Þar er fyrirhugað sumarbústaðaland og þar myndi skapast enn betra útivistarsvæði með göngustígum, bílastæðum og bættum aðbúnaði. Þjóðskógur myndi fjölga störfum, skapa störf á nýju sviði, bæta ímynd varðandi umhverfismál, efla innviðauppbyggingu í Vestur-Botni til framtíðar.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og felur bæjarstjóra að óska eftir samtali við Vestfjarðastofu um uppbyggingu þjóðskóga í Vesturbyggð.




11. febrúar 2021 – Hafna- og atvinnumálaráð

Staða þjóðskógaverkefnisins kynnt. Mikill gangur er í þeirri vinnu.