Hoppa yfir valmynd

Fjallskil 2020

Málsnúmer 2008019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. ágúst 2020 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Farið var yfir drög að fjallskilaseðli 2020. ÓÞÓ, í samráði við RH, var falið að uppfæra seðilinn í samræmi við umræður á fundinum og sjá til þess hann verði auglýstur . Vekja þarf athygli á þeim reglum sem eru í gildi vegna smitvarna gegn Covid-19. Jafnframt var samþykkt að athugasemdafrestur vegna seðilsins verði til 10. september 2020.
17. september 2020 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Lagðar fram athugasemdir við fjallskilaseðil 2020, þ.e. athugasemdir frá Jóhanni Pétri Ágústssyni og Halldóru Ingibjörgu Ragnarsdóttur, dags. 7. september 2020, Marinó Bjarnasyni og Freyju Magnúsdóttur, dags. 10. september 2020, Ásgeiri Sveinssyni, dags. 10. September 2020 og Pálínu Kr. Hermannsdóttur dags. 12. september 2020.

Fjallskilanefnd þakkar fyrir innsendar athugasemdir. Fjallskilaseðilinn 2020 var uppfærður miðað við þær athugasemdir sem unnt er að bregðast við að svo stöddu.

Bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitastjóra Tálknafjarðahrepps falið að birta uppfærðan fjallskilaseðil 2020 og svara öðrum ábendingum og athugasemdum með skriflegum hætti til framangreindra bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.